Að skrá börn í mat fyrir hönd foreldra
Hvernig getur starfsfólk skóla breytt skráningum nemenda fyrir hönd foreldra?
Með innskráningu með rafrænum skilríkjum geta foreldrar skráð börnin sín í mat í gegnum Timian. Oft getur þó verið þörf á því að starfsfólk/ritarar skólans geti gert breytingar á skráningum eftir að skráningartímabili lýkur.
Undir Eldhús - Máltíðir má finna flipann Skrá í mataráskrift.
Þar er hægt að leita eftir nafni eða kennitölu þess einstaklings sem skrá á í mat, og með því að smella á valinn einstakling birtist mánaðaryfirlit yfir núverandi skráningar hans.
Þarna er hægt að gera breytingar á skráningu, með því að haka/afhaka í reitina fyrir hvern dag skráningartímabilsins.
Einnig er hægt að haka í reit fyrir ofan mánaðaryfirlitið sem sjálfvelur alla daga mánaðarins, en það getur flýtt fyrir skráningu þeirra barna sem eru í mat alla daga.