Aðgerðir á skýrslu
Viðhengi
Hægt er að bæta við viðhengjum við hverja og eina skýrslu í kerfinu. Sem dæmi er hægt að hengja við reikninga sem eiga við sendingu. Öll viðhengi varðveitast í gegnum ferlið að vinna skýrsluna og senda hana til tollsins og er hægt að fara inn í skýrslur aftur í tímann til þess að nálgast gögn tengda henni. Þetta leyfir notendum að geyma öll gögn tengda hverri skýrslu á sama stað og hafa þau aðgengileg.
Ný útgáfa
Ef að kemur til þess að þurfi að senda aðra útgáfu af skýrslu til tolls, til dæmis vegna leiðréttingar, þá er hægt að smella á "ný útgáfa". Hægt er að sjá hvaða útgáfu er að vinna með hverju sinni.
Prenta
Hægt er að prenta skýrslum á hvaða tímapunkti sem er. Hægt er að velja "Já" við "Draga saman línur" og munu þá allar línur sem eru með sama tollflokk dragast saman í eina línu.
Breyta stöðu
Hægt er að breyta stöðu skýrslu handvirkt. Mikilvægt er að hafa í huga að gera þetta aðeins ef að við á. Ef að stöðu er breytt handvirkt, og svo í framhaldi berst svar frá tolli með annari stöðu, þá uppfærist í þá stöðu - þ.e. nýjasta staða gildir.
Einunigs er hægt að breyta stöðu skýrslu:
- Óafgreidd -->
- Beðið eftir svari
- Athugasemd
- Afgreidd
- Í vinnslu -->
- Beðið eftir svari
- Athugasemd
- Afgreidd
- Athugasemd -->
- Afgreidd
- Beðið eftir svari -->
- Athugasemd
- Afgreidd