Skip to content
English
  • There are no suggestions because the search field is empty.

Flutningstilkynning

Getur kerfið lesið flutningstilkynningu sjálfkrafa?

Tollvís les sjálfkrafa inn flutningstilkynningar þegar þær berast frá flutningsaðila og verður til skýrsla í kerfinu. Skýrslan inniheldur öll gildi sem að koma fram í tilkynningunni og sparast því allur innsláttur. Með þessu sparast einnig tími sem fer í að sækja tilkynningar hjá hverju og einu flutningafyrirtæki.

Kerfið les inn allar upplýsingar sem að koma fram hverju sinni og getur því verið að það vanti upplýsingar sem þarf handvirkt að bæta við.

Eins og er býður aðeins Eimskip upp á þessa þjónustu og er hægt að hafa samband við tollvis@origo.is til þess að fá aðgang að þeirri þjónustu og þarf að setja inn rétt gildi í fyrirtækjastillingar í framhaldi.

Í öðrum tilfellum er hægt að hlaða upp PDF skrá með flutningstilkynningu og verður þá til tollskýrsla eða með því að smella á "Ný tollskýrsla" og slá inn upplýsingar handvirkt.