Hvernig tengjast nýir birgjar Timian?
Nýskráning birgja
Þegar tengja á birgja við Timian innkaupaaðila er fyrsta skrefið í ferlinu að stofna birgjaaðgang. Það er gert með því að fara á slóðina supplier.timian.is og smella á Nýskráning.
Því næst þarf að fylla út viðeigandi upplýsingar, annars vegar um fyrirtækið sjálft, og hins vegar um notandann sem mun koma til með að nota birgjaaðganginn. Fylla þarf út alla stjörnumerkta reiti, og að því loknu má staðfesta.
Þar með hefur fyrirtækið og notandi þess verið stofnaður á birgjavef Timian, og hægt er að skrá sig inn með venjulegum hætti í framhaldinu.
Þegar birgi skráir sig inn í fyrsta skipti er mælt með því að smella á Edit account, og klára að fylla út þær upplýsingar sem vantar þar.
Alltaf er hægt að bæta við fleiri notendum undir sama fyrirtæki, og er það gert með því að skrá sig inn á birgjavefinn, smella á Notendur í valstikunni og velja Nýr notandi. Sá notandi mun þá geta skráð sig inn á birgjavefinn hjá sínu fyrirtæki, en undir eigin notendanafni og lykilorði.