Reikningsupplýsingar - tenging við fjárhagskerfi
Les kerfið inn reikningsupplýsingar sjálfkrafa?
Tollvís les sjálfkrafa inn reikningsupplýsingar á þrjá mögulega vegu:
1. Rafrænn reikningur lesinn í gegnum Unimaze skeytamiðlun
2. Reikningur lesinn í gegnum fjárhagskerfi
3. Innkaupapöntun lesin í gegnum fjárhagskerfi
Tengingar við fjárhagskerfi
Kerfið býður upp á tengingar við Business Central og SAP eins og staðan er í dag en einfalt er að bæta við tengingum við fleiri kerfi.
Ef að fleiri upplýsingar koma fram í fjárhagskerfi um ákveðnar vörur getur Tollvís sótt þær og bætt við í skýrsluna. Þegar að skýrsla hefur verið afgreidd af tollinum, lætur Tollvís fjárhagskerfi vita og býður upp á að sækja allar upplýsingar um skýrsluna sem er þá hægt að vinna með í fjárhagskerfinu í framhaldi. Dæmi um það getur verið að bóka reikninga sjálfvirkt eða fá kostnað niður á vörur.
Tenging við Reikning / Innkaupapöntun
Í skýrslu undir reikningsupplýsingum er smellt á "Aðgerðir"
Þar er hægt að sækja reikning eða innkaupapöntun ef að fyrirtæki er með tengingu við ERP kerfi. Setja þarf upp tenginguna í fyrirtækjastillingum undir "Þjónustur"
Ef að kerfi er ekki tengt ERP kerfi, er hægt að sækja reikning í gegnum Unimaze og er það gert með því að smella á "Bæta við eða fjarlægja reikning"