Skip to content
English
  • There are no suggestions because the search field is empty.

Villuleit

Er sjálfvirk villuleit í kerfinu?

Í Tollvís er skilvirk og einföld villuleit. Upp koma þær athugasemdir sem eiga við skýrsluna. Fjöldi athugasemda kemur fram og hægt er að smella á það og fá upp lista af þeim athugasemdum.

Ekki er hægt að senda skýrsluna til tollsins nema búið sé að lagfæra allar athugasemdir. Hægt er að smella á athugasemd og fer bendill í þann reit sem við á.

Ef að villur koma frá tollinum koma þær einnig fram í villuleitinni á einfaldan og skýran máta sem gerir það auðvelt að lagfæra þær villur áður en að skýrslan er send aftur til tollsins.