Skip to content
English
  • There are no suggestions because the search field is empty.

Yfirlit yfir skráningar nemenda

Hægt er að skoða lista yfir alla skráða matargesti fyrir hvern dag eða lengra tímabil

Undir Eldhús - Máltíðir má finna flipann Skráningarskýrsla.

Þar er hægt að nálgast skráningarskýrslu, eða lista, yfir alla nemendur og starfsfólk sem skráð er í mat fyrir ákveðið matartímabil.

Listanum er skipt upp eftir bekkjum, ásamt því sem hann sýnir hversu oft hver einstaklingur er skráður í mat á völdu tímabili.

Hægt er að velja tímabil efst á skjámyndinni, en þar er einnig hægt að skoða aðeins einn dag í einu.

Hægt er að sækja listann á PDF formi eða prenta hann út, en það er gert með því að hægrismella með músinni á skjáinn og velja Prenta.

Nota má listann til þess að fylgjast með hvaða nemendur eru í mat á hverjum degi, eða til þess að gera stikkprufur og annað slíkt.